Guðmundur Eggerz

Guðmundur Eggerz

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1913–1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Skipaður í milliþinganefnd um fossamál 1917.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Borðeyri 30. september 1873, dáinn 16. desember 1957. Foreldrar: Pétur Friðriksson Eggerz (fæddur 11. apríl 1831, dáinn 5. apríl 1892) og 2. kona hans Sigríður Guðmundsdóttir (fædd 28. maí 1847, dáin 10. júní 1926) húsmóðir. Bróðir Sigurðar Eggerz alþingismanns og ráðherra og mágur Ólafs Thorlaciusar alþingismanns. Maki 1 (8. ágúst 1905): Frederikke Eggerz, fædd Holten (fædd 17. júní 1880, dáin 22. júlí 1923) húsmóðir. Foreldrar: Christoffer Frederik Holten og kona hans Juliane Sophie Holten, fædd Schou. Maki 2 (6. apríl 1930): Jónheiður Magnea Brynjólfsdóttir Eggerz (fædd 16. september 1896, dáin 15. júlí 1964) húsmóðir. Foreldrar: Brynjólfur Jónsson og kona hans Margrét Guðmundsdóttir. Sonur Guðmundar og Frederikke: Gunnar Frederik (1909).

Stúdentspróf Lsk. 1894. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1902.

Fulltrúi hjá stiftamtmanni í Ribe í Danmörku 1902–1903 og síðan um hríð í málafærsluskrifstofu í Fjerritslev. Málafærslumaður við landsyfirdóminn 1905– 1906. Sýslumaður í Snæfellsnessýslu 1906–1911, Suður-Múlasýslu 1911–1917, Árnessýslu 1917–1920. Starfsmaður Áfengisverslunar ríkisins 1922–1924. Fulltrúi bæjarfógeta í Vestmannaeyjum 1927–1931, á Ísafirði 1932–1934 og á Akureyri 1934–1950.

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1913–1915 (Heimastjórnarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Skipaður í milliþinganefnd um fossamál 1917.

Skrifaði Minningabók sem kom út 1952.

Ritstjóri: Víðir (1930–1931).

Æviágripi síðast breytt 5. ágúst 2015.