Guðmundur Guðfinnsson

Guðmundur Guðfinnsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1919–1923 (utan flokka (Framsóknarflokkur)).

Æviágrip

Fæddur í Arnarstaðakoti í Flóa 20. apríl 1884, dáinn 30. júlí 1938. Foreldrar: Guðfinnur Þorvarðsson (fæddur 27. mars 1850, dáinn 7. apríl 1906) bóndi þar og kona hans Guðrún Oddsdóttir (fædd 16. nóvember 1849, dáin 16. desember 1897) húsmóðir. Maki (18. febrúar 1909): Margrét Lárusdóttir (fædd 25. október 1889, dáin 24. október 1966) húsmóðir. Foreldrar: Lárus Pálsson og Guðrún Þórðardóttir. Börn: Lárus Haraldur (1909), Oddur Guðfinnur (1911), Guðrún Ágústa (1917), Ólöf (1922).

Stúdentspróf Lsk. 1904. Læknisfræðipróf Læknaskólanum 1909. Framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1909. Nám í augnlækningum í Prag og Vín 1923–1924. Viðurkenndur sérfræðingur í augnlækningum 1928.

Gegndi Rangárhéraði 1909–1910, Öxarfjarðarhéraði 1910–1911, sat á Kópaskeri. Héraðslæknir í Rangárhéraði 1912–1925, sat að Stórólfshvoli. Augnlæknir í Reykjavík 1924–1933 og ferðaðist um landið með styrk úr ríkissjóði. Skipaður 1933 héraðslæknir í Fáskrúðsfjarðarhéraði, stundaði jafnframt augnlækningar og ferðaðist um Austfirðingafjórðung til augnlækninga með styrk úr ríkissjóði.

Alþingismaður Rangæinga 1919–1923 (utan flokka (Framsóknarflokkur)).

Æviágripi síðast breytt 2. september 2015.