Guðmundur Hannesson

Guðmundur Hannesson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

2. varaforseti neðri deildar 1915.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Guðlaugsstöðum í Blöndudal 9. september 1866, dáinn 1. október 1946. Foreldrar: Hannes Guðmundsson (fæddur 7. maí 1841, dáinn 26. mars 1921) bóndi og smiður þar, sonur Guðmundar Arnljótssonar alþingismanns, og kona hans Halldóra Pálsdóttir (fædd 31. janúar 1835, dáin 31. desember 1914) húsmóðir. Föðurbróðir Björns Pálssonar alþingismanns og afabróðir Páls Péturssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (1. september 1894) Karólína Margrét Sigríður Ísleifsdóttir (fædd 1. apríl 1871, dáin 1. júlí 1927) húsmóðir. Foreldrar.: Ísleifur Einarsson og Gróa Sveinbjarnardóttir. Börn: Svavar (1898), Hannes Valgarður (1900), Anna (1902), Leifur (1905), Arnljótur (1912).

Stúdentspróf Lsk. 1887. Læknisfræðipróf Hafnarháskóla 1894. Framhaldsnám í sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn 1895–1896. Heiðursdoktor HÍ 1941.

Héraðslæknir í Skagafirði 1894–1896, sat á Sauðárkróki. Héraðslæknir í Eyjafirði 1896–1907, sat á Akureyri. Héraðslæknir í Reykjavíkurhéraði og jafnframt kennari við Læknaskólann 1907–1911. Prófessor í læknadeild Háskólans 1911– 1936. Jafnframt settur 1921 til að gegna landlæknisstörfum í orlofi landlæknis. Rektor Háskólans 1915–1916 og 1924–1925. Kennari við Stýrimannaskólann 1912–1921 og 1922–1932.

Formaður Læknafélags Íslands 1918–1923 og 1927–1932. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1914–1915. Skipaður 1906 í landsdóm, 1919 formaður sérstakrar sóttvarnarnefndar í Reykjavík, sama ár skipaður í milliþinganefnd til rannsókna á berklaveiki og 1924 í milliþinganefnd um sparnað í ríkisrekstri. Átti sæti í skipulagsnefnd frá 1921.

Alþingismaður Húnvetninga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

2. varaforseti neðri deildar 1915.

Samdi bækur og greinar um lækningar og heilbrigðismál, læknisfræðiheiti og skipulagsmál.

Ritstjóri: Læknablaðið (1901–1904). Læknablaðið (1915–1921).

Æviágripi síðast breytt 3. september 2021.

Áskriftir