Gunnlaugur Stefánsson

Gunnlaugur Stefánsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1978–1979, alþingismaður Austurlands 1991–1995 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Austurlands 2002 (Samfylkingin).

2. varaforseti sameinaðs þings 1991, 1. varaforseti Alþingis 1991–1992, 2. varaforseti Alþingis 1992–1995.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 17. maí 1952. Foreldrar: Stefán Gunnlaugsson (fæddur 16. desember 1925) skrifstofustjóri og alþingismaður og kona hans Margrét Guðmundsdóttir (fædd 18. júlí 1927, dáin 13. mars 2013) dómritari. Bróðir Guðmundar Árna Stefánssonar alþingismanns og ráðherra og hálfbróðir Finns Torfa Stefánssonar alþingismanns. Maki (1. desember 1973): Sjöfn Jóhannesdóttir (fædd 2. október 1953) sóknarprestur. Foreldrar: Jóhannes Bergsteinsson og kona hans Guðmundína Dýrleif Hermannsdóttir. Sonur: Stefán Mar (1973).

Stúdentspróf MT 1973. Guðfræðipróf HÍ 1982.

Starfsmaður Hjálparstofnunar kirkjunnar heima og erlendis 1982–1987. Sóknarprestur í Heydalaprestakalli síðan 1987. Sat þing Evrópuráðsins 1980 og þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1991, 1993 og 1994.

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1978–1979, alþingismaður Austurlands 1991–1995 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Austurlands 2002 (Samfylkingin).

2. varaforseti sameinaðs þings 1991, 1. varaforseti Alþingis 1991–1992, 2. varaforseti Alþingis 1992–1995.

Æviágripi síðast breytt 10. september 2020.