Guttormur Vigfússon

Guttormur Vigfússon

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1892–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur í Geitagerði í Fljótsdal 8. ágúst 1850, dáinn 26. desember 1928. Foreldrar: Vigfús Guttormsson (fæddur 15. maí 1828, dáinn 22. desember 1867) bóndi þar, sonur Guttorms Vigfússonar alþingismanns, og kona hans Margrét Þorkelsdóttir (fædd 24. apríl 1824, dáin 11. desember 1895) húsmóðir. Maki (23. ágúst 1883): Sigríður Guðbjörg Anna Sigmundsdóttir (fædd 9. október 1862, dáin 16. júlí 1922) húsmóðir. Foreldrar: Sigmundur Pálsson og kona hans Margrét Þorláksdóttir. Börn: Páll Þormar (1884), Vigfús Þormar (1885), Stefán Þormar (1887), Arnheiður Þormar (1889), Sigmar Þormar (1890), Andrés Þormar (1895), Þorvarður Þormar (1896), Geir Þormar (1897).

Nam búfræði í Stend í Noregi 1875–1877. Stundaði nám við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn 1881–1882.

Ferðaðist um Norður-Múlasýslu 1878–1880 og leiðbeindi í búnaði. Kennari við Möðruvallaskóla 1880–1881. Skólastjóri búnaðarskólans að Eiðum 1883–1888. Bóndi á Strönd á Völlum 1888–1894, í Geitagerði frá 1894.

Oddviti Fljótsdalshrepps um langt skeið. Umboðsmaður Skriðuklaustursjarða 1905–1909.

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1892–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 3. september 2015.

Áskriftir