Haraldur Guðmundsson

Haraldur Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Ísafjarðar 1927–1931, alþingismaður Seyðfirðinga 1931–1942, landskjörinn alþingismaður 1942–1946, alþingismaður Reykvíkinga 1949–1957 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga júlí–september 1946.

Atvinnu- og samgöngumálaráðherra 1934–1938.

Forseti sameinaðs þings 1938–1941 og 1942–1943.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Gufudal 26. júlí 1892, dáinn 23. október 1971. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson (fæddur 7. júlí 1859, dáinn 2. janúar 1935) prestur þar, síðar ritstjóri á Ísafirði og kona hans Rebekka Jónsdóttir (fædd 15. maí 1865, dáin 29. maí 1959) húsmóðir, dóttir Jóns Sigurðssonar alþingismanns á Gautlöndum. Maki (14. febrúar 1931): Margrét Brandsdóttir (fædd 25. mars 1905, dáin 31. mars 1976) húsmóðir. Foreldrar: Brandur Jónsson og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir. Börn: Haukur (1931), Hrafn (1932), Þóra (1935), Rebekka (1939), Jóhanna (1943).

Gagnfræðapróf Akureyri 1911.

Stundaði kennslu á vetrum, en vegavinnu, síldarmat o. fl. á sumrum árin 1912–1919. Gjaldkeri í útibúi Íslandsbanka á Ísafirði 1919–1923. Blaðamaður í Reykjavík 1924. Kaupfélagsstjóri í Reykjavík 1925–1927. Ritstjóri í Reykjavík 1927–1931. Útibússtjóri Útvegsbankans á Seyðisfirði 1931–1934. Skipaður 28. júlí 1934 atvinnu- og samgöngumálaráðherra, lausn 20. mars 1938. Skipaður 1938 forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Skipaður 1957 sendiherra í Ósló og síðar jafnframt sendiherra í Tékkóslóvakíu og Póllandi, lausn 1963.

Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1926–1931. Skipaður 1927 í ríkisgjaldanefnd, 1942 í tryggingamálanefnd og 1949 í samninganefnd um viðskipti milli Íslands og Bretlands og einnig milli Íslands og Danmerkur. Kosinn 1928 í milliþinganefnd um tolla- og skattalöggjöf landsins og 1938 í togaraútgerðarnefnd. Átti sæti í landsbankanefnd 1928–1936, gjaldeyrisvarasjóðsnefnd 1942, Þingvallanefnd 1938–1946 og 1950–1957 og stjórnarskrárnefnd 1942–1947. Formaður Alþýðuflokksins 1954–1956. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1956.

Alþingismaður Ísafjarðar 1927–1931, alþingismaður Seyðfirðinga 1931–1942, landskjörinn alþingismaður 1942–1946, alþingismaður Reykvíkinga 1949–1957 (Alþýðuflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga júlí–september 1946.

Atvinnu- og samgöngumálaráðherra 1934–1938.

Forseti sameinaðs þings 1938–1941 og 1942–1943.

Ritstjóri: Alþýðublaðið (1927–1931).

Æviágripi síðast breytt 4. nóvember 2019.

Áskriftir