Hákon Kristófersson

Hákon Kristófersson

Þingseta

Alþingismaður Barðstrendinga 1913–1931 (Bændaflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1916–1917.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Hreggsstöðum á Barðaströnd 20. apríl 1877, dáinn 10. nóvember 1967. Foreldrar: Kristófer Sturluson (fæddur 17. ágúst 1857, dáinn 11. júní 1927) síðar bóndi á Brekkuvelli og kona hans Margrét Hákonardóttir (fædd 6. ágúst 1859, dáin 4. nóvember 1927) húsmóðir. Maki 1 (29. desember 1906) Björg Einarsdóttir (fædd 7. desember 1874, dáin 23. maí 1943) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Einar Thoroddsen og kona hans Sigríður Ólafsdóttir. Maki 2 (20. maí 1936): Björg Jónsdóttir (fædd 21. desember 1900, dáin 6. ágúst 1992) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Kristín Magnúsdóttir. Sonur Hákonar og Bjargar Jónsdóttur: Bjarni Símonarson (1932). Sonur Hákonar og Jóhönnu Ebenesersdóttur: Knútur (1898). Dóttir Hákonar og Guðríðar Þórdísar Fjeldsted: Lára (1917).

Verslunarmaður á Vatneyri við Patreksfjörð 1901–1902. Stundaði jarðyrkju og ýmsa aðra vinnu 1903–1907. Bóndi í Haga á Barðaströnd frá 1907 til æviloka. Jafnframt umsjónarmaður Landssímahússins í Reykjavík 1930–1940.

Hreppstjóri frá 1905. Átti sæti í landsbankanefnd 1930–1936.

Alþingismaður Barðstrendinga 1913–1931 (Bændaflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

2. varaforseti neðri deildar 1916–1917.

Æviágripi síðast breytt 8. september 2015.

Áskriftir