Helgi Bergs

Helgi Bergs

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1963–1967 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands febrúar og apríl–maí 1960, mars og október–desember 1961, febrúar–mars 1963, október–nóvember 1969 og október–desember 1970.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 9. júní 1920, dáinn 28. apríl 2005. Foreldrar: Helgi Bergs (fæddur 27. júlí 1888, dáinn 29. janúar 1957) forstjóri þar, bróðir Lárusar Helgasonar alþingismanns, og kona hans Elín Jónsdóttir Bergs, fædd Thorstensen (fædd 9. desember 1895, dáin 27. janúar 1982) húsmóðir. Maki (20. desember 1942): Lis Bergs (fædd 9. október 1917) húsmóðir. Foreldrar: Vilhelm Eriksen og kona hans Bertha Eriksen. Börn: Helgi Már (1945), Sólveig 1948), Elín (1949), Guðbjörg (1951).

Stúdentspróf MR 1938. Próf í efnaverkfræði við Danmarks Tekniske Höjskole í Kaupmannahöfn 1943.

Verkfræðingur 1943–1945 í Afdeling for teknisk Hygiejne, DTH. Vann við þann skóla að rannsóknum. Verkfræðingur 1945–1952 hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga í Reykjavík, forstöðumaður tæknideildar þess frá 1948, einkum við skipulagningu ullar- og fiskiðnaðar samvinnufélaganna, m. a. umsjón með endurbyggingu ullarverksmiðjunnar Gefjunar á Akureyri og skipulagningu dreifikerfis Olíufélagsins hf. Framkvæmdastjóri iðnsýningarinnar í Reykjavík 1952. Verkfræðingur hjá Food and Agriculture Organization (FAO) við skipulagningu hraðfrystihúsa í Tyrklandi 1953–1954. Formaður Íslenskra aðalverktaka sf. 1954–1960. Framkvæmdastjóri Sambands ísl. samvinnufélaga 1961–1969. Bankastjóri Landsbankans 1971–1988.

Í bankaráði Iðnaðarbankans 1952–1959, stjórn Iðnaðarmálastofnunarinnar 1962–1966. Í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 1962 og ritari flokksins 1962–1972. Í Kjararannsóknarnefnd 1963–1971 og Rannsóknaráði ríkisins 1965–1967. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1967 og sem varafulltrúi á þingi Evrópuráðs 1969 og 1970. Í stjórn Fiskveiðasjóðs 1971–1972, 1978–1980 og 1982–1986. Formaður stjórnar Viðlagasjóðs 1973–1976. Formaður stjórnar Rafmagnsveitna ríkisins 1974–1978. Skipaður 1975 í nefnd um orkumál Austurlands. Formaður Bessastaðanefndar frá 1989.

Alþingismaður Suðurlands 1963–1967 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurlands febrúar og apríl–maí 1960, mars og október–desember 1961, febrúar–mars 1963, október–nóvember 1969 og október–desember 1970.

Æviágripi síðast breytt 6. nóvember 2019.