Helgi Jónasson

Helgi Jónasson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1937–1956 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Reynifelli á Rangárvöllum 19. apríl 1894, dáinn 20. júlí 1960. Foreldrar: Jónas Árnason (fæddur 30. október 1863, dáinn 29. ágúst 1919) bóndi þar og kona hans Sigríður Helgadóttir (fædd 6. febrúar 1871, dáin 15. mars 1920) húsmóðir. Móðurbróðir Einars Ágústssonar alþingismanns og ráðherra. Maki (20. júlí 1922): Oddný Guðmundsdóttir (fædd 20. maí 1889, dáin 1. desember 1975) hjúkrunarkona. Foreldrar: Guðmundur Diðriksson og kona hans Kristín Jónsdóttir. Synir: Jónas (1924), Helgi (1926), Hrafnkell (1928), Sigurður Helgi (1929).

Stúdentspróf MR 1916. Læknisfræðipróf HÍ 1922. Framhaldsnám á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn 1922–1923.

Gegndi héraðslæknisstörfum í Rangárhéraði 1922 og 1923–1925, héraðslæknir þar 1925–1955, sat á Stórólfshvoli. Fluttist síðan til Reykjavíkur.

Í tryggingaráði frá 1938 til æviloka, formaður þess frá 1954.

Alþingismaður Rangæinga 1937–1956 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 10. september 2015.

Áskriftir