Helgi Seljan

Helgi Seljan

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Austurlands) 1971–1978, alþingismaður Austurlands 1978–1987 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Suður-Múlasýslu febrúar–mars 1958, varaþingmaður Austurlands október— nóvember 1969.

Forseti efri deildar 1979–1983. 2. varaforseti efri deildar 1973–1974, 1. varaforseti sameinaðs þings 1983–1987.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Eskifirði 15. janúar 1934, dáinn 10. desember 2019. Foreldrar: Friðrik Árnason (fæddur 7. maí 1896, dáinn 25. júlí 1990) verkamaður þar og kona hans Elínborg Kristín Þorláksdóttir (fædd 21. september 1891, dáin 11. janúar 1945) húsmóðir. Fósturforeldrar: Jóhann Björnsson (fæddur 12. september 1897, dáinn 1. desember 1992) bóndi í Seljateigi í Reyðarfirði og kona hans Jóhanna Helga Benediktsdóttir (fædd 14. apríl 1908, dáin 13. maí 1989) húsmóðir. Maki (15. júní 1955): Jóhanna Þóroddsdóttir (fædd 11. janúar 1934) húsmóðir. Foreldrar: Þóroddur Magnússon og kona hans Anna Runólfsdóttir. Börn: Helga Björk (1955), Þóroddur (1956), Jóhann Sæberg (1957), Magnús Hilmar (1958), Anna Árdís (1964).

Kennarapróf KÍ 1953.

Kennari á Búðum í Fáskrúðsfirði 1953–1955. Kennari við barna- og unglingaskólann á Búðareyri í Reyðarfirði 1956–1962, skólastjóri 1962–1971. Félagsmálafulltrúi hjá Öryrkjabandalagi Íslands síðan 1987.

Formaður Sambands bindindisfélaga í skólum 1952–1953. Í hreppsnefnd Reyðarfjarðar 1962–1966 og 1970–1978. Skipaður 1971 í nefnd til að semja frumvarp um jöfnun námsaðstöðu og 1972 í staðarvalsnefnd ríkisstofnana. Kosinn 1973 í byggðanefnd. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1973–1986. Kosinn í áfengismálanefnd 1975. Í stjórnarnefnd um málefni þroskaheftra og öryrkja 1979–1983, í endurhæfingarráði sama tíma. Í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra 1979–1983 og síðan 1988. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins um árabil. Formaður Landssambandsins gegn áfengisbölinu 1988–1994. Í áfengisvarnaráði 1987–1995. Í tryggingaráði 1989–1991.

Landskjörinn alþingismaður (Austurlands) 1971–1978, alþingismaður Austurlands 1978–1987 (Alþýðubandalag).

Varaþingmaður Suður-Múlasýslu febrúar–mars 1958, varaþingmaður Austurlands október— nóvember 1969.

Forseti efri deildar 1979–1983. 2. varaforseti efri deildar 1973–1974, 1. varaforseti sameinaðs þings 1983–1987.

Ritstjóri: Fréttabréf Öryrkjabandalagsins (frá 1988).

Æviágripi síðast breytt 16. desember 2019.