Hjálmur Pétursson

Hjálmur Pétursson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1864–1880.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð 23. desember 1827, dáinn 5. maí 1898. Foreldrar: Pétur Jónsson (fæddur 15. október 1793, dáinn 5. júní 1859) síðar bóndi í Norðtungu og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir (fædd 1. mars 1790, dáin 6. júní 1866) húsmóðir. Langafi Eyjólfs Konráðs Jónssonar alþingismanns. Maki (10. júní 1854): Helga Árnadóttir (fædd 17. júlí 1832, dáin 17. apríl 1904) húsmóðir. Foreldrar: Árni Einarsson og kona hans Þuríður Þorsteinsdóttir. Börn: Árni (1856), Þuríður (1857), Guðrún (1859), Þorsteinn (1860), Ingibjörg (1861), Pétur (1863), Zophonías (1864), Benedikt (1865), Benedikt (1866), Guðríður (1868), Daníel (1869), Oddný (1871), Guðríður (1872), Sigríður (1873), Guðrún (1875).

  Bóndi í Norðtungu 1854–1875, að Hamri í Þverárhlíð 1875–1892. Fluttist þá til Skagafjarðar til dóttur sinnar og andaðist þar.

  Hreppstjóri í Þverárhlíð og sýslunefndarmaður.

  Alþingismaður Mýramanna 1864–1880.

  Æviágripi síðast breytt 9. október 2015.

  Áskriftir