Jens Pálsson

Jens Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Dalamanna 1890–1900, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1908–1912 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn).

Forseti efri deildar 1911. 1. varaforseti efri deildar 1909, 2. varaforseti efri deildar 1912.

Æviágrip

Fæddur í Dagverðarnesi í Klofningshreppi 1. apríl 1851, dáinn 28. nóvember 1912. Foreldrar: Páll Jónsson Mathiesen (fæddur 15. apríl 1811, dáinn 9. febrúar 1880) síðast prestur í Arnarbæli og kona hans Guðlaug Þorsteinsdóttir (fædd 20. október 1812, dáin 3. ágúst 1872) húsmóðir. Maki (11. júní 1874): Guðrún Sigríður Pétursdóttir Guðjohnsen (fædd 31. desember 1852, dáin 6. apríl 1939) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Guðjohnsen alþingismaður og kona hans Guðrún Sigríður Lárusdóttir Knudsen.

Stúdentspróf Lsk. 1870. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1872.

Barnakennari á Eyrarbakka veturinn 1872–1873. Vígður 1873 aðstoðarprestur föður síns. Fékk Þingvelli 1879, Útskála 1886 og Garða á Álftanesi 1895, hélt þá til æviloka. Prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi frá 1900 til æviloka. Sýslunefndarmaður í Árnessýslu 1884–1886, í Gullbringusýslu 1887–1896 og 1899–1912. Kosinn í útgáfunefnd handbókar þjóðkirkjunnar 1897.

Alþingismaður Dalamanna 1890–1900, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1908–1912 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sambandsflokkurinn).

Forseti efri deildar 1911. 1. varaforseti efri deildar 1909, 2. varaforseti efri deildar 1912.

Æviágripi síðast breytt 7. desember 2015.

Áskriftir