Jón Blöndal

Jón Blöndal

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1874– 878.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Hvammi í Vatnsdal 7. nóvember 1825, dáinn 3. júní 1878. Foreldrar: Björn Blöndal (fæddur 1. nóvember 1787, dáinn 23. júní 1846) alþingismaður og kona hans Guðrún Þórðardóttir (fædd 2. október 1797, dáin 20. ágúst 1864) húsmóðir. Maki (17. júní 1851): Arndís Pétursdóttir (fædd 21. janúar 1832, dáin 6. október 1891) húsmóðir. Þau skildu 1860. Foreldrar: Pétur Pétursson og kona hans Júlíana Soffía Þórðardóttir. Börn: Guðrún Soffía (1852), Sigríður Oddný (1853), Sigríður Oddný (1855), Björn (1857).

    Stúdentspróf Bessastöðum 1846. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1849.

    Var með móður sinni á veturna 1846–1847 og 1949–1851 og kenndi bræðrum sínum undir skóla. Prestur á Hofi á Skagaströnd 1850–1860. Verslunarbókari í Grafarósi 1861–1865, á Hólanesi 1865–1866, á Akureyri 1866–1870, í Höfðakaupstað 1870–1871. Verslunarstjóri á Borðeyri 1871–1872, í Grafarósi 1872– 1874. Varð 1. febrúar 1875 kaupvörður Verslunarfélags Skagfirðinga í Grafarósi.

    Sýslunefndarmaður í Skagafjarðarsýslu 1874–1875.

    Alþingismaður Skagfirðinga 1874– 878.

    Æviágripi síðast breytt 27. janúar 2016.

    Áskriftir