Jón Gíslason

Jón Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1947–1953 (Framsóknarflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1950–1953.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Norðurhjáleigu í Álftaveri 11. janúar 1896, dáinn 2. apríl 1975. Foreldrar: Gísli Magnússon (fæddur 2. febrúar 1862, dáinn 26. júní 1952) bóndi þar og kona hans Þóra Brynjólfsdóttir (fædd 24. nóvember 1862, dáin 3. febrúar 1948) húsmóðir. Maki (17. nóvember 1917): Þórunn Pálsdóttir (fædd 5. september 1896, dáin 27. október 1989) húsmóðir. Foreldrar: Páll Símonarson og kona hans Hildur Runólfsdóttir. Börn: Þórhildur (1918), Júlíus (1920), Gísli (1921), Pálína (1923), Böðvar (1925), Sigurður (1926), Guðlaug (1927), Guðlaugur (1930), Jón (1931), Fanney (1933), Sigrún (1935), Sigþór (1937), Jónas (1939).

Bóndi í Norðurhjáleigu 1919–1962.

Oddviti Álftavershrepps 1928–1938 og 1946–1974. Hreppstjóri 1947–1973. Fulltrúi á Búnaðarþingi frá 1954.

Alþingismaður Vestur-Skaftfellinga 1947–1953 (Framsóknarflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1950–1953.

Æviágripi síðast breytt 27. janúar 2016.