Jón Guðnason

Jón Guðnason

Þingseta

Alþingismaður Dalamanna 1926–1927 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Óspaksstöðum í Hrútafirði 12. júlí 1889, dáinn 11. maí 1975. Foreldrar: Guðni Einarsson (fæddur 2. september 1858, dáinn 10. október 1916) bóndi þar og kona hans Guðrún Jónsdóttir (fædd 18. nóvember 1859, dáin 30. maí 1906) húsmóðir. Maki (21. október 1915): Guðlaug Bjartmarsdóttir (fædd 17. febrúar 1889, dáin 17. júlí 1977) húsmóðir. Foreldrar: Bjartmar Kristjánsson og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttur. Börn: Guðrún (1916), Ingólfur (1918), Torfi (1919), Eiríkur (1920), Leifur (1922), Soffía (1924), Anna (1926).

Stúdentspróf MR 1912. Guðfræðipróf HÍ 1915.

Kennari við Flensborgarskóla í Hafnarfirði febrúar–apríl 1916. Prestur í Staðarhólsprestakalli í Dalasýslu 1916–1918, á Kvennabrekku í Miðdölum 1918–1928, á Prestsbakka í Hrútafirði 1928–1948. Skólastjóri Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði 1930–1932, kennari við hann 1934–1940 og 1944–1948 (skólinn var hernuminn 1940–1943). Skjalavörður í Þjóðskjalasafni 1948–1959.

Sat í kirkjumálanefnd 1929–1930. Sýslunefndarmaður í Strandasýslu 1929–1938 og 1943–1948.

Alþingismaður Dalamanna 1926–1927 (Framsóknarflokkur).

Tók saman æviskrár margra Íslendinga og annaðist útgáfu íslenskra fróðleiksrita.

Æviágripi síðast breytt 27. janúar 2016.