Jón A. Hjaltalín

Jón A. Hjaltalín

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1887–1899.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur að Stað í Súgandafirði 21. mars 1840, dáinn 15. október 1908. Foreldrar: Andrés Hjaltason (fæddur 4. ágúst 1805, dáinn 22. júlí 1882) síðast prestur í Flatey og 1. kona hans Margrét Ásgeirsdóttir (fædd 1814, dáin 14. maí 1859) húsmóðir. Maki (23. maí 1863) Margrét Guðrún Jónsdóttir Hjaltalín (fædd 24. maí 1833, dáin 12. júní 1903) húsmóðir. Foreldrar: Jón Thorstensen alþingismaður og kona hans Elín Stefánsdóttir Stephensen. Kjördóttir: Sigríður Ingibjörg (1882). Fóstursonur: Ásgeir Þorsteinn Sigurðsson (1864).

  Stúdentspróf Lsk. 1861. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1864.

  Við kennslu og ritstörf í Reykjavík 1864–1866, í Lundúnum 1866–1868 og 1869–1871 og í Kaupmannahöfn 1868–1869. Bókavörður í Edinborg 1871–1880. Skólastjóri við gagnfræðaskólann á Möðruvöllum í Hörgárdal, síðar á Akureyri 1880–1908.

  Konungkjörinn alþingismaður 1887–1899.

  Samdi rit á ensku um íslensk mál og kennslubækur í ensku.

  Æviágripi síðast breytt 25. janúar 2016.

  Áskriftir