Jón Jacobson

Jón Jacobson

Þingseta

Alþingismaður Skagfirðinga 1892–1900, alþingismaður Húnvetninga 1903–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Varaforseti efri deildar 1905, 1. varaforseti efri deildar 1907.

Æviágrip

Fæddur á Hjaltastað í Útmannasveit 6. desember 1860, dáinn 18. júní 1925. Foreldrar: Jakob Benediktsson (fæddur 12. júlí 1821, dáinn 6. nóvember 1910) síðast prestur í Glaumbæ og kona hans Sigríður Jónsdóttir (fædd 27. september 1827, dáin 15. desember 1910) húsmóðir. Maki (24. ágúst 1895): Kristín Pálsdóttir Jacobson, fædd Vídalín (fædd 10. febrúar 1864, dáin 6. maí 1943) húsmóðir. Foreldrar: Páll Vídalín alþingismaður og kona hans Elínborg Friðriksdóttir Vídalín, fædd Eggerz. Börn: Helga (1896), Jón Vídalín (1897), Sigríður (1899), Gunnar Jakob (1900).

Stúdentspróf Lsk. 1880. Nám í latínu og grísku við Hafnarháskóla 1880–1887, lauk ekki prófi.

Dvaldist með föður sínum á Víðimýri í Skagafirði 1887–1890, hóf þá sjálfur búskap þar og var bóndi til 1896, jafnframt póstafgreiðslumaður. Aðstoðarbókavörður í Landsbókasafni 1896–1908, jafnframt forngripavörður 1897–1907. Landsbókavörður 1908–1924.

Umboðsmaður Zöllners stórkaupmanns um langan tíma eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Margsinnis latínukennari við Lærða skólann og síðar Menntaskólann í forföllum hinna föstu kennara og tíðum prófdómari við stúdentspróf. Endurskoðandi Landsbankans 1900–1909.

Alþingismaður Skagfirðinga 1892–1900, alþingismaður Húnvetninga 1903–1908 (Heimastjórnarflokkurinn).

Varaforseti efri deildar 1905, 1. varaforseti efri deildar 1907.

Æviágripi síðast breytt 29. janúar 2016.

Áskriftir