Jón Jónsson

Jón Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1886–1892, alþingismaður Eyfirðinga 1892–1900, alþingismaður Seyðfirðinga 1904–1908, alþingismaður Suður-Múlasýslu 1908–1912 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).

Æviágrip

Fæddur á Grænavatni við Mývatn 23. apríl 1855, dáinn 5. október 1912. Foreldrar: Jón Hinriksson (fæddur 24. október 1829, dáinn 20. febrúar 1921) síðar bóndi á Helluvaði og 1. kona hans Friðrika Helgadóttir (fædd 19. september 1829, dáin 2. desember 1865) húsmóðir. Faðir Árna alþingismanns og afi Jónasar Árnasonar alþingismanns. Maki (29. júní 1877): Valgerður Jónsdóttir (fædd 24. ágúst 1849, dáin 25. maí 1930) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson þjóðfundarmaður og 1. kona hans Kristbjörg Kristjánsdóttir. Börn: Páll (1878), Friðrika (1881), Solveig (1884), Jón (1887), Hólmfríður (1890), Árni (1891).

Bóndi á Arnarvatni 1881–1887, á Skútustöðum 1887–1888, á Reykjum í Reykjahverfi 1888–1892 og í Múla í Aðaldal 1892–1899. Kaupstjóri og verslunarfulltrúi fyrir L. Zöllner á Seyðisfirði 1899–1905, Akureyri 1905–1908, Reykjavík 1908–1911 og að nýju á Seyðisfirði 1911–1912. Umboðsmaður Norðursýslujarða 1895–1900.

Átti sæti í bankaráði Íslandsbanka 1907–1909.

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1886–1892, alþingismaður Eyfirðinga 1892–1900, alþingismaður Seyðfirðinga 1904–1908, alþingismaður Suður-Múlasýslu 1908–1912 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn).

Æviágripi síðast breytt 29. janúar 2016.