Jósafat Jónatansson

Jósafat Jónatansson

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1900–1902 (Heimastjórnarflokkurinn).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Kolþernumýri í Vesturhópi 18. ágúst 1844, dáinn 19. október 1905. Foreldrar: Jónatan Jósafatsson (fæddur 5. júlí 1819, dáinn 20. maí 1879) síðar bóndi í Miðhópi í Víðidal og kona hans Kristín Kristmundsdóttir (fædd 17. desember 1820, dáin 30. október 1898) húsmóðir. Maki (17. júní 1874): Gróa Kristín Jónsdóttir (fædd 26. desember 1847, dáin 20. desember 1931) húsmóðir. Foreldrar: Jón Guðmundsson og Jóhanna Jónsdóttir. Börn: Kristín Ingunn (1875), Jón (1876), Jóhanna Gróa (1877), Jónatan (1879), Níels Havstein (1880), Guðrún (1882), Pétur (1885), Guðrún (1888), Jón (1890).

  Bóndi í Gröf í Víðidal 1874–1883, síðan á Holtastöðum í Langadal til æviloka.

  Hreppstjóri í Þorkelshólshreppi 1877–1883 og í Engihlíðarhreppi frá 1891 til æviloka.

  Alþingismaður Húnvetninga 1900–1902 (Heimastjórnarflokkurinn).

  Æviágripi síðast breytt 9. febrúar 2016.