Kristín L. Sigurðardóttir

Kristín L. Sigurðardóttir

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1953, október–desember 1954, febrúar–mars og mars–maí 1955 og febrúar–mars 1956.

Minningarorð

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 23. mars 1898, dáin 31. október 1971. Foreldrar: Sigurður Þórólfsson (fæddur 11. júlí 1869, dáinn 1. mars 1929) kennari, síðar skólastjóri á Hvítárbakka í Borgarfirði og 1. kona hans Anna Guðmundsdóttir (fædd 25. nóvember 1873, dáin 9. apríl 1901) húsmóðir. Hálfsystir Ásbergs Sigurðssonar alþingismanns og Áslaugar konu Hauks Hafstaðs varaþingmanns. Maki (8. febrúar 1919): Karl Óskar Bjarnason (fæddur 16. október 1895, dáinn 25. mars 1960) varaslökkviliðsstjóri í Reykjavík. Foreldrar: Bjarni Jakobsson og Sólveig Ólafsdóttir. Börn: Guðmundur (1919), Anna Kristín (1929), Sigurður (1930).

Nám í Lýðskólanum á Hvítárbakka 1913–1915.

Verslunar- og skrifstofustörf í Reykjavík 1915–1918. Húsmóðurstörf.

Í stjórn Sjálfstæðiskvennafélagsins Hvatar frá stofnun 1937, ritari fyrstu ellefu árin. Í áfengisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði frá stofnun 1945, formaður fyrstu þrjú árin. Formaður framkvæmdanefndar Hallveigarstaða 1950–1966. Í stjórn Kvenréttindafélags Íslands 1952–1968. Í miðstjórn og skipulagsnefnd Sjálfstæðisflokksins frá 1956. Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna 1956–1965. Í orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík 1961–1966 og í barnaverndarnefnd Reykjavíkur 1962–1966.

Landskjörinn alþingismaður 1949–1953 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga október–nóvember 1953, október–desember 1954, febrúar–mars og mars–maí 1955 og febrúar–mars 1956.

Æviágripi síðast breytt 30. janúar 2015.

Áskriftir