Páll Hermannsson

Páll Hermannsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1927–1946 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1931–1933.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Þorgerðarstöðum í Fljótsdal 29. apríl 1880, dáinn 31. janúar 1958. Foreldrar: Hermann Jónsson (fæddur 21. júlí 1837, dáinn 1. febrúar 1894) bóndi þar og 1. kona hans Soffía Guðbrandsdóttir (fædd 2. september 1842, dáin 6. maí 1880) húsmóðir. Maki 1 (3. nóvember 1908): Þórey Eiríksdóttir (fædd 29. nóvember 1879, dáin 11. október 1920) húsmóðir, mágkona Björns Hallssonar alþingismanns. Foreldrar: Eiríkur Einarsson og kona hans Ingibjörg Einarsdóttir. Maki 2 (14. maí 1927): Dagbjört Guðjónsdóttir (fædd 17. mars 1904, dáin 24. maí 2005) húsmóðir. Foreldrar: Guðjón Þorleifur Guðmundsson og kona hans Kristín Jóhanna Jóhannesdóttir. Dætur Páls og Þóreyjar: Sigríður (1909), Ingibjörg (1915). Börn Páls og Dagbjartar: Ásmundur (1928), Hermann (1931), Kristín Jóhanna (1936).

Gagnfræðapróf Akureyri 1903.

Störf við landbúnað, vega- og brúargerð 1903–1908. Bóndi á Vífilsstöðum í Hróarstungu 1909–1923. Bústjóri á Eiðum 1923–1928, bóndi þar 1928–1944. Kennari við Alþýðuskólann á Eiðum 1938–1941. Ýmis félagsmála- og ritstörf á Reyðarfirði 1945–1957.

Í stjórn Kaupfélags Héraðsbúa frá 1912 til æviloka, formaður frá 1954. Í stjórn Búnaðarsambands Austurlands 1920–1923 og frá 1939 til æviloka, formaður frá 1947. Í hreppsnefnd Tunguhrepps 1910–1919, jafnframt oddviti, í hreppsnefnd Eiðahrepps 1930–1931, jafnframt oddviti, og í hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps 1950–1954. Formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Hallormsstað 1930–1954. Í landsbankanefnd 1936–1947. Fréttaritari Ríkisútvarpsins 1947–1956.

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1927–1946 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti efri deildar 1931–1933.

Æviágripi síðast breytt 4. mars 2016.