Páll Ólafsson

Páll Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Strandamanna 1886–1892.

    Þingstörf

    Æviágrip

    Fæddur í Stafholti 20. júlí 1850, dáinn 11. nóvember 1928. Foreldrar: Ólafur Pálsson (fæddur 7. ágúst 1814, dáinn 4. ágúst 1876) alþingismaður og kona hans Guðrún Ólafsdóttir Stephensen (fædd 16. október 1820, dáin 12. september 1899) húsmóðir. Afi Páls Þorbjörnssonar alþingismanns, langafi Árna R. Árnasonar alþingismanns. Maki (6. september 1879) Arndís Pétursdóttir Eggerz (fædd 7. mars 1858, dáin 5. september 1937) húsmóðir. Foreldrar: Pétur Eggerz og 1. kona hans Jakobína Pálsdóttir Melsteð, dóttir Páls Melsteðs konungkjörins alþingismanns. Hálfsystir Guðmundar alþingismanns, Sigurðar alþingismanns og ráðherra Eggerz og Ragnhildar konu Ólafs Thorlaciusar alþingismanns. Börn: Elínborg (1881), Guðrún (1883), Ólafur (1884), Jakobína Jóhanna Sigríður (1885), Pétur (1886), Sigríður (1887), Böðvar (1889), Stefán (1890), Páll (1891), Jakobína Jóhanna Sigríður (1892), Sigþrúður (1893), Jón (1895), Sigurður (1897).

    Stúdentspróf Lsk. 1869. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1871.

    Vígður 1873 aðstoðarprestur föður síns á Melstað. Prestur í Hestþingum 1875–1876. Gerðist aftur aðstoðarprestur föður síns. Fékk Stað í Hrútafirði 1877, Prestsbakka 1880 (ásamt Stað). Prestur í Vatnsfirði 1900–1928. Prófastur í Strandaprófastsdæmi 1883–1900. Prófastur í Norður-Ísafjarðarsýslu 1906–1927.

    Alþingismaður Strandamanna 1886–1892.

    Æviágripi síðast breytt 9. apríl 2015.

    Áskriftir