Páll J. Vídalín

Páll J. Vídalín

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1864–1873.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Víðidalstungu 3. mars 1827, dáinn 20. október 1873. Foreldrar: Jón Thorarensen (fæddur í febrúar 1796, dáinn 15. nóvember 1859) bóndi þar og kona hans Kristín Jónsdóttir (skírð 17. júní 1787, dáin 28. október 1857) húsmóðir. Maki (8. október 1853) Elínborg Friðriksdóttir Vídalín, fædd Eggerz (fædd 9. ágúst 1833, dáin 28. nóvember 1918) húsmóðir. Hún átti síðar Benedikt Kristjánsson alþingismann. Foreldrar: Friðrik Eggerz og kona hans Arndís Pétursdóttir. Börn: Jón Friðrik (1857), Páll (1860), Arndís (1862), Kristín (1864), Ragnheiður Sigþrúður (1866), Sigríður (1872).

  Stúdentspróf Lsk. 1847.

  Bóndi á Þorkelshóli í Víðidal 1859–1860, í Víðidalstungu frá 1860 til æviloka.

  Alþingismaður Húnvetninga 1864–1873.

  Æviágripi síðast breytt 7. mars 2016.