Pétur Pétursson

Pétur Pétursson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Snæfellinga) 1956–1959 og (Norðurlands vestra) 1971–1974 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Vesturlands) mars–apríl 1960, apríl–maí 1964 og apríl–maí 1966, (Norðurlands vestra) nóvember 1976, varaþingmaður Vesturlands október 1960, nóvember 1961, nóvember 1962, nóvember 1964, október–nóvember 1966, mars og nóvember 1968 og nóvember 1970.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi 21. ágúst 1921, dáinn 27. október 1996. Foreldrar: Pétur Pétursson (fæddur 17. júní 1893, dáinn 9. maí 1921) vinnumaður á Álftá og Ólafía Eyjólfsdóttir (fædd 1. september 1898, dáin 28. október 1988) vinnukona. Maki 1 (15. júní 1947): Ragnheiður Magnúsdóttir (fædd 28. desember 1924) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Magnús Sigmundsson og kona hans Anna Jóhannesdóttir. Maki 2 (21. maí 1954): Hrefna Guðmundsdóttir (fædd 27. maí 1925) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Jónsson og kona hans Elísabet Einarsdóttir. Synir Péturs og Ragnheiðar: Magnús (1947), Pétur Óli (1949). Börn Péturs og Hrefnu: Guðmundur Ágúst (1953), Ingibjörg (1954), Pétur (1956), Guðrún (1961).

Héraðsskólapróf Laugarvatni 1941. Nám í Samvinnuskólanum 1941–1942. Nám við New York University School of Commerce 1945–1946. Kynnti sér starfsemi innkaupastofnana í Bandaríkjunum sumarið 1960 í boði bandaríska utanríkisráðuneytisins.

Skrifstofustjóri Landssmiðjunnar í Reykjavík 1947–1956, átti jafnframt sæti í viðskiptanefnd um skeið. Settur verðgæslustjóri 1950–1951. Forstjóri Innflutningsskrifstofunnar 1956–1959. Forstjóri Innkaupastofnunar ríkisins 1959–1966. Framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar 1966–1967. Forstjóri Álafoss hf. 1968–1973. Starfsmannastjóri við Sigölduvirkjun 1974–1976. Forstjóri Norðurstjörnunnar hf., Hafnarfirði 1976–1981. Fulltrúi í Framkvæmdastofnun ríkisins frá 1981.

Kosinn 1959 í öryrkjamálanefnd. Í stjórn landshafnar í Rifi 1957–1990, formaður 1957–1972 og 1980–1984. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1957. Skipaður 1965 í samninganefnd um kísilgúrframleiðslu. Skipaður 1965 í nefnd til að athuga rekstur Skipaútgerðar ríkisins. Í stjórn Kísilgúrverksmiðjunnar, síðar Kísiliðjunnar 1966–1983. Skipaður 1971 í endurskoðunarnefnd laga um Iðnaðarmálastofnun Íslands og í gosefnaiðjunefnd. Í Rannsóknaráði ríkisins 1971–1974 og í stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins 1971–1975. Sat fundi Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1971 og 1972. Aðalræðismaður fyrir Lúxemborg síðan 1972. Kosinn 1973 í byggðanefnd.

Landskjörinn alþingismaður (Snæfellinga) 1956–1959 og (Norðurlands vestra) 1971–1974 (Alþýðuflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Vesturlands) mars–apríl 1960, apríl–maí 1964 og apríl–maí 1966, (Norðurlands vestra) nóvember 1976, varaþingmaður Vesturlands október 1960, nóvember 1961, nóvember 1962, nóvember 1964, október–nóvember 1966, mars og nóvember 1968 og nóvember 1970.

Æviágripi síðast breytt 17. apríl 2020.

Áskriftir