Barði Guðmundsson

Barði Guðmundsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norður-Ísafjarðar, Seyðfirðinga) 1942–1949 (Alþýðuflokkur).

Forseti neðri deildar 1945–1949. 1. varaforseti neðri deildar 1944–1945.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Þúfnavöllum í Hörgárdal 12. október 1900, dáinn 11. ágúst 1957. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson (fæddur 19. janúar 1855, dáinn 27. apríl 1947) bóndi og hreppstjóri þar og kona hans Guðný Loftsdóttir (fædd 29. júní 1861, dáin 10. júní 1952) húsmóðir. Bróðir Hrefnu konu Bernharðs Stefánssonar alþingismanns. Maki (12. janúar 1927) Teresía Guðmundsson (fædd 15. mars 1901, dáin 31. júlí 1983) veðurstofustjóri. Foreldrar: Ingebret Anda og kona hans Ingeborg, fædd Sangesland. Börn: Hákon (1927), Hildur (1928).

Stúdentspróf MR 1923. Háskólanám í sagnfræði í Ósló og síðar Kaupmannahöfn, mag. art. 1929.

Kennari við Menntaskólann í Reykjavík 1929–1935, stundakennari 1935–1936. Settur prófessor í sögu við Háskóla Íslands 1930–1931. Skipaður þjóðskjalavörður 1935 og gegndi því embætti til æviloka.

Í menntamálaráði 1931–1953, formaður þess 1931–1933, og í verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðssonar 1931–1938. Í stjórn Þjóðvinafélagsins 1934–1957. Formaður fræðimannanefndar, sem af Íslands hálfu vann að endurskoðun norrænna kennslubóka í sögu, frá upphafi 1935 til æviloka. Í alþingissögunefnd 1943–1956.

Landskjörinn alþingismaður (Norður-Ísafjarðar, Seyðfirðinga) 1942–1949 (Alþýðuflokkur).

Forseti neðri deildar 1945–1949. 1. varaforseti neðri deildar 1944–1945.

Greinar um sagnfræði eftir hann birtust í tímaritum, margar endurprentaðar í ritgerðasöfnunum: Höfundur Njálu (1958) og Uppruni Íslendinga (1959).

Æviágripi síðast breytt 4. apríl 2016.

Áskriftir