Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Snæfellinga 1886–1887. Sagði af sér þingmennsku vegna tregðu yfirvalda að leyfa sýslumönnum þingsetu.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Steinanesi við Arnarfjörð 13. október 1851, dáinn 15. nóvember 1893. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 2. febrúar 1808, dáinn 12. nóvember 1856) bóndi þar og kona hans Margrét Sigurðardóttir (fædd 2. janúar 1816, dáin 5. desember 1888) húsmóðir, systir Jóns Sigurðssonar forseta og alþingismanns og Jens Sigurðssonar þjóðfundarmanns. Maki (9. nóvember 1878): Guðlaug Jensdóttir (fædd 26. júní 1850, dáin 7. janúar 1904) húsmóðir. Foreldrar: Jens Sigurðsson þjóðfundarmaður og kona hans Ólöf Björnsdóttir.

  Ólst upp í Kaupmannahöfn hjá Jóni Sigurðssyni móðurbróður sínum. Stúdentspróf Borgerdydskolen í Kaupmannahöfn 1869. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1875.

  Starfaði 1875–1878 í lögregluliði Kaupmannahafnar og því næst rentukammeri. Skipaður 1878 sýslumaður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu og gegndi því embætti til æviloka, sat í Stykkishólmi.

  Alþingismaður Snæfellinga 1886–1887. Sagði af sér þingmennsku vegna tregðu yfirvalda að leyfa sýslumönnum þingsetu.

  Æviágripi síðast breytt 18. mars 2016.