Sigurður Melsteð

Sigurður Melsteð

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1873 (varaþingmaður) og 1881–1887.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Ketilsstöðum á Völlum 12. desember 1819, dáinn 20. maí 1895. Foreldrar: Páll Melsteð (fæddur 31. mars 1791, dáinn 9. maí 1861) alþingismaður og amtmaður og 1. kona hans Anna Sigríður Stefánsdóttir Melsteð (fædd 20. maí 1790, dáin 8. júní 1844) húsmóðir. Bróðir Páls Melsteðs sagnfræðings og alþingismanns. Maki (1. september 1848): Ástríður Helgadóttir Melsteð, fædd Thordersen (fædd 20. janúar 1825, dáin 14. júní 1897) húsmóðir. Foreldrar: Helgi Thordersen alþingismaður og kona hans Ragnheiður Stefánsdóttir Thordersen, fædd Stephensen. Systir Stefáns Thordersens alþingismanns. Sonur: Helgi (1849).

  Stúdentspróf Bessastöðum 1838. Guðfræðipróf Hafnarháskóla 1845.

  Kenndi piltum undir skóla í Hjálmholti hjá Páli bróður sínum veturinn 1845–1846. Settur 1846 kennari (adjunkt) við Lærða skólann í Reykjavík. Skipaður 1847 fyrri kennari við Prestaskólann. Forstöðumaður hans (lektor) 1866–1885.

  Bæjarfulltrúi í Reykjavík 1861–1867.

  Konungkjörinn alþingismaður 1873 (varaþingmaður) og 1881–1887.

  Æviágripi síðast breytt 18. mars 2016.