Skúli S. Thoroddsen

Skúli S. Thoroddsen

Þingseta

Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916–1917 (utan flokka).

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 24. mars 1890, dáinn 23. júlí 1917. Foreldrar: Skúli Thoroddsen (fæddur 6. janúar 1859, dáinn 21. maí 1916) alþingismaður og kona hans Theodora Guðmundsdóttir Thoroddsen (fædd 1. júlí 1863, dáin 23. febrúar 1954) húsmóðir og skáld. Bróðir Katrínar og Sigurðar Thoroddsens alþingismanns. Unnusta: Guðrún Skúladóttir (fædd 6. nóvember 1896, dáin 6. júní 1950) síðar húsmóðir. Foreldrar: Skúli Einarsson og 1. kona hans Sigrún Tómasdóttir. Dóttir: Unnur (1917).

Stúdentspróf MR 1908. Lögfræðipróf HÍ 1914. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1915.

Málaflutningsmaður á Ísafirði 1914–1915 og rak þar smábátaútgerð. Yfirdómslögmaður í Reykjavík 1915–1917.

Alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1916–1917 (utan flokka).

Æviágripi síðast breytt 22. mars 2016.