Stefán Stephensen

Stefán Stephensen

Þingseta

Alþingismaður Ísfirðinga 1875–1880.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Ásum í Skaftártungu 24. janúar 1829, dáinn 14. maí 1900. Foreldrar: Pétur Stefánsson Stephensen (fæddur 18. september 1798, dáinn 13. ágúst 1867) prestur þar og kona hans Gyðríður Þorvaldsdóttir (fædd 29. október 1790, dáin 10. júlí 1864) húsmóðir. Maki (19. maí 1855): Guðrún Pálsdóttir (fædd 29. ágúst 1825, dáin 3. október 1896) húsmóðir. Foreldrar: Páll Melsteð alþingismaður og 1. kona hans Anna Sigríður Stefánsdóttir Melsteð. Börn: Ragnheiður (1855), Anna Sigríður (1857), Þórunn Gyðríður (1860), Páll (1862), Ástríður (1863), Ólafur (1864), Ástríður (1867).

  Stúdentspróf Lsk. 1851. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1854.

  Fékk Holt í Önundarfirði 1855. Fékk Vatnsfjörð 1884 og hélt til æviloka. Prófastur í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1859–1884.

  Alþingismaður Ísfirðinga 1875–1880.

  Æviágripi síðast breytt 29. mars 2016.