Stefán Valgeirsson

Stefán Valgeirsson

Þingseta

Alþingismaður Norðurlands eystra 1967–1987 (Framsóknarflokkur) og 1987–1991 (Samtök um jafnrétti og félagshyggju).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Auðbrekku í Hörgárdal 20. nóvember 1918, dáinn 14. mars 1998. Foreldrar: Valgeir Sigurjón Árnason (fæddur 10. desember 1884, dáinn 9. ágúst 1968) bóndi þar og kona hans Anna Mary Einarsdóttir (fædd 4. apríl 1895, dáin 2. júlí 1982) húsmóðir. Maki (8. október 1948): Fjóla Guðmundsdóttir (fædd 19. júlí 1928, dáin 20. september 2011) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Njálsson og kona hans Karólína Árnadóttir. Börn: Valgeir (1948), Anna Karólína (1949), Guðmundur Valur (1955), Valþór (1957), Lilja (1959), Hildur (1963).

Búfræðipróf Hólum 1942.

Stundaði ýmis störf í Reykjavík 1942–1948, var m. a. verkstjóri hjá Reykjavíkurborg um skeið. Bóndi í Auðbrekku frá 1948 í félagsbúi með ættingjum. Vann á vetrum flest árin 1953–1962 við ýmis störf á Suðurnesjum.

Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Eyjafirði 1949–1953 og formaður Framsóknarfélags Eyfirðinga 1965–1987. Í bankaráði Búnaðarbanka Íslands og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins 1969–1989, formaður 1973–1989. Í stjórn Byggðastofnunar 1987–1990. Formaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju 1987–1991.

Alþingismaður Norðurlands eystra 1967–1987 (Framsóknarflokkur) og 1987–1991 (Samtök um jafnrétti og félagshyggju).

Æviágripi síðast breytt 15. apríl 2020.