Sveinn Björnsson

Sveinn Björnsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri) og 1919–1920 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1881, dáinn 25. janúar 1952. Foreldrar: Björn Jónsson (fæddur 8. október 1846, dáinn 24. nóvember 1912) ritstjóri, alþingismaður og ráðherra og kona hans Elísabet Guðný Sveinsdóttir (fædd 17. júlí 1839, dáin 11. júní 1922) húsmóðir, dóttir Sveins Níelssonar alþingismanns. Afi Önnu Ólafsdóttur Björnsson alþingismanns. Maki (2. september 1908): Georgia Björnsson, fædd Hansen (fædd 18. janúar 1884, dáin 18. september 1957) húsmóðir. Foreldrar: Hans Henrik Emil Hansen og kona hans Anna Catherine Hansen. Börn: Björn (1909), Anna Catherine Aagot (1911), Henrik (1914), Sveinn (1916), Ólafur (1919), Elísabet (1922).

Stúdentspróf Lsk. 1900. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1907. Yfirréttarmálaflutningsmaður 1907. Hrl. 1920.

Rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1907–1920 og 1924–1926. Settur 29. september 1919 málaflutningsmaður við landsyfirréttinn til 31. desember. Skipaður 1920 sendiherra í Danmörku, lausn 1924. Skipaður 1926 að nýju sendiherra í Danmörku, lausn 1941. Ráðunautur ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum 1940–1941. Kjörinn af Alþingi ríkisstjóri Íslands 17. júní 1941 til jafnlengdar 1942, endurkjörinn 9. maí 1942 og 17. apríl 1943. Kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands að Lögbergi á Þingvöllum 17. júní 1944. Þjóðkjörinn án atkvæðagreiðslu frá 1945 og aftur frá 1949. Sat á Bessastöðum.

Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1912–1920, forseti bæjarstjórnar 1918–1920. Einn af stofnendum Eimskipafélags Íslands 1914 og formaður þess 1914–1920 og 1924–1926. Stofnandi Brunabótafélags Íslands og forstjóri þess frá stofnun 1916–1920. Einn af stofnendum Sjóvátryggingarfélags Íslands haustið 1918, formaður þess 1918–1920 og 1924–1926. Einn af stofnendum Rauða kross Íslands 10. desember 1924 og fyrsti formaður hans til 1926. Einn af stofnendum Málflutningsmannafélags Íslands 1911 og formaður þess 1918–1920. Skipaður 1910 í peningamálanefnd. Var á vegum ríkisstjórnarinnar í nefnd til vörukaupa í Bandaríkjunum í júlí–október 1914. Kosinn í velferðarnefnd 1914 og 1915 og 1925 í milliþinganefnd í bankamálum. Fulltrúi Íslands á ráðstefnu í Genúa 1922, á alþjóðaráðstefnu í Haag 1930 um lögskipan (codification) á þjóðarétti, á ráðstefnu í Genf 1930–1931 til athugunar á stofnun Evrópubandalags, á fjármálaráðstefnu í London 1933, á ráðstefnu í London 1937 til að ákveða reglur um möskvastærð og fiskstærð með tilliti til veiða. Formaður viðskiptasamninganefnda er gert hafa tolla- og verslunarsamninga við Norðurlöndin, Bretland, Þýskaland og Miðjarðarhafslöndin.

Alþingismaður Reykvíkinga 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri) og 1919–1920 (utan flokka, (Heimastjórnarflokkurinn), Utanflokkabandalagið).

Skrifaði Endurminningar, gefnar út 1957. Um hann samdi Gylfi Gröndal bókina: Sveinn Björnsson — ævisaga.

Æviágripi síðast breytt 30. mars 2016.

Áskriftir