Tryggvi Þórhallsson

Tryggvi Þórhallsson

Þingseta

Alþingismaður Strandamanna 1923–1934 (Framsóknarflokkur, Bændaflokkurinn).

Forsætisráðherra 1927–1932.

Forseti sameinaðs þings 1933. Varaforseti sameinaðs þings 1927.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 9. febrúar 1889, dáinn 31. júlí 1935. Foreldrar: Þórhallur Bjarnarson (fæddur 2. desember 1855, dáinn 15. desember 1916) alþingismaður og biskup og kona hans Valgerður Jónsdóttir (fædd 27. janúar 1863, dáin 28. janúar 1913) húsmóðir, fósturdóttir Tryggva Gunnarssonar alþingismanns. Bróðir Dóru konu Ásgeirs Ásgeirssonar alþingismanns og forseta Íslands. Tengdafaðir Bjarna Guðnasonar alþingismanns. Maki (16. september 1913): Anna Guðrún Klemensdóttir (fædd 19. júní 1890, dáin 27. janúar 1987) húsmóðir. Foreldrar: Klemens Jónsson alþingismaður og ráðherra og 1. kona hans Þorbjörg Stefánsdóttir. Börn: Klemens (1914), Valgerður (1916), Þórhallur (1917), Agnar (1919), Þorbjörg (1922), Björn (1924), Anna Guðrún (1927).

Stúdentspróf MR 1908. Guðfræðipróf HÍ 1912.

Biskupsritari og barnakennari í Reykjavík 1912–1913. Prestur á Hesti í Borgarfirði 1913–1917. Settur dósent í guðfræði við Háskóla Íslands 1916–1917. Ritstjóri Tímans 1917–1927. Skipaður 28. ágúst 1927 forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra, var jafnframt fjármálaráðherra frá 12. desember 1928 til 7. mars 1929, var síðan forsætis-, dóms-, kirkju- og kennslumálaráðherra frá 20. apríl til 20. ágúst 1931, varð þá aftur forsætisráðherra og atvinnumálaráðherra. Lausn 28. maí 1932, en gegndi störfum til 3. júní. Bankastjóri Búnaðarbankans frá 1932 til æviloka.

Skipaður í kæliskipsnefnd 1925. Kosinn í Grænlandsnefnd og gengisnefnd 1925. Formaður í stjórn Kreppulánasjóðs frá stofnun hans 1933. Formaður Búnaðarfélags Íslands 1925–1935. Formaður Framsóknarflokksins 1927–1932. Formaður Bændaflokksins 1933–1935.

Alþingismaður Strandamanna 1923–1934 (Framsóknarflokkur, Bændaflokkurinn).

Forsætisráðherra 1927–1932.

Forseti sameinaðs þings 1933. Varaforseti sameinaðs þings 1927.

Ritstjóri: Tíminn (1917–1927).

Æviágripi síðast breytt 30. mars 2016.

Áskriftir