Bernharð Stefánsson

Bernharð Stefánsson

Þingseta

Alþingismaður Eyfirðinga 1923–1959 (Framsóknarflokkur).

Forseti efri deildar 1947–1953 og 1956–1959. 2. varaforseti neðri deildar 1930, 1. varaforseti sameinaðs þings 1947–1948, 1. varaforseti efri deildar 1953–1956.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Þverá í Öxnadal 8. janúar 1889, dáinn 23. nóvember 1969. Foreldrar: Stefán Bergsson (fæddur 12. apríl 1854, dáinn 21. október 1938) bóndi þar og kona hans Þorbjörg Friðriksdóttir (fædd 24. júní 1856, dáin 5. júlí 1934) húsmóðir. Maki (3. mars 1917): Hrefna Guðmundsdóttir (fædd 1. ágúst 1895, dáin 2. mars 1981) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Guðmundsson og kona hans Guðný Loftsdóttir. Systir Barða Guðmundssonar alþingismanns. Börn: Berghildur (1917), Steingrímur (1919), Erla (1927).

Nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1904–1906. Kennarapróf Flensborgarskóla 1908. Framhaldsnám við kennaraháskólann í Kaupmannahöfn vorið 1912.

Kennari í Skriðuhreppi 1908–1910 og í Öxnadal 1910–1923. Bóndi á Þverá í Öxnadal 1917–1935. Útibússtjóri Búnaðarbankans á Akureyri 1930–1959.

Oddviti Öxnadalshrepps 1915–1928. Sýslunefndarmaður 1922–1928. Skipaður 1927 í milliþinganefnd í landbúnaðarmálum, 1936 í milliþinganefnd til þess að gera tillögur um tekjuöflun bæjar- og sveitarfélaga, 1937 í milliþinganefnd í bankamálum og 1943 í milliþinganefnd til þess að gera tillögur um launakjör alþingismanna. Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1938–1940. Í skilnaðarnefnd 1944. Í Norðurlandaráði 1953–1959.

Alþingismaður Eyfirðinga 1923–1959 (Framsóknarflokkur).

Forseti efri deildar 1947–1953 og 1956–1959. 2. varaforseti neðri deildar 1930, 1. varaforseti sameinaðs þings 1947–1948, 1. varaforseti efri deildar 1953–1956.

Samdi Endurminningar í tveimur bindum (1961 og 1964).

Æviágripi síðast breytt 21. október 2019.

Áskriftir