Þórarinn Sigurjónsson

Þórarinn Sigurjónsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1974–1987 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Sætúni í Vestmannaeyjum 26. júlí 1923, dáinn 20. júlí 2012. Foreldrar: Sigurjón Árnason (fæddur 17. apríl 1891, dáinn 29. júlí 1986) bóndi og trésmiður að Pétursey í Mýrdal og kona hans Sigríður Kristjánsdóttir (fædd 13. maí 1884, dáin 16. febrúar 1941) húsmóðir. Maki (4. júní 1952): Ólöf Ingibjörg Haraldsdóttir (fædd 8. júlí 1931) húsmóðir. Foreldrar: Haraldur Jóhannesson og kona hans Kristín Sveinsdóttir. Börn: Sigríður (1953), Haraldur (1954), Kristín (1956), Ólafur Þór (1965).

Búfræðipróf Hvanneyri 1943.

Stundaði ýmis störf, svo sem smíðar, pípulagnir, vélaviðgerðir, bifreiðaakstur, og vann við búskap. Bústjóri tilraunabús Búnaðarsambands Suðurlands í Laugardælum frá stofnun þess 1952 til ársloka 1979.

Í stjórn Sambands eggjaframleiðenda 1956 og formaður þess 1957–1979. Í stjórn Verkstjórafélags Suðurlands 1956, formaður 1958–1974. Í stjórn Verkstjórasambands Íslands 1963–1975. Sýslunefndarmaður Hraungerðishrepps 1959–1985. Í stjórn Kaupfélags Árnesinga 1962–1992, formaður frá 1966. Stjórnarformaður Húsmæðraskóla Suðurlands frá 1964. Í stjórn Meitilsins hf., Þorlákshöfn, 1964–1992. Í stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga 1968–1992. Formaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi 1970–1974, áður gjaldkeri þess. Sat á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1977–1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1980–1983. Formaður Þingvallanefndar 1980–1988. Í Veiðimálanefnd ríkisins og formaður hennar 1987–1992. Formaður sauðfjársjúkdómanefndar 1987–1992.

Alþingismaður Suðurlands 1974–1987 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 6. apríl 2020.

Áskriftir