Árni Magnússon

Árni Magnússon

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2006 (Framsóknarflokkur).

Félagsmálaráðherra 2003–2006.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 4. júní 1965. Foreldrar: Magnús Bjarnfreðsson (fæddur 9. febrúar 1934, dáinn 30. ágúst 2012), bróðir Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur alþingismanns, starfsmaður Happdrættis Háskóla Íslands og Guðrún Árnadóttir (fædd 15. maí 1937) bókavörður. Maki (28. júní 1997): Edda B. Hákonardóttir (fædd 25. júní 1960) verslunarmaður. Foreldrar: Eiríkur Hákon Sumarliðason og Sigurbjörg Einarsdóttir. Börn: Sara Dögg (1994) og Árni Páll (1996). Dóttir Árna og Þuríðar Guðrúnar Aradóttur: Guðrún Magnea (1983). Stjúpsynir, synir Eddu: Björgvin (1981) og Hans Þór (1983).

Samvinnuskólapróf 1983. Ýmis námskeið í rekstrarfræði, stjórnun og stjórnmálafræði frá HÍ og HA.

Ýmis skrifstofustörf 1983–1987. Frétta-, blaða- og dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi, á blöðum og tímaritum 1987–1994. Kosningastjóri Framsóknarflokksins í Suðurlandskjördæmi fyrir alþingiskosningar 1995. Aðstoðarmaður iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995–1999, aðstoðarmaður utanríkisráðherra 1999–2001. Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins 2001–2003. Skipaður 23. maí 2003 félagsmálaráðherra, lausn 7. mars 2006.

Í stjórn markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytis og Landsvirkjunar 1995–1999. Formaður stjórnar Átaks til atvinnusköpunar 1995–1999. Varamaður í stjórn Norræna fjárfestingarbankans 1995–2000. Formaður nefndar um eflingu kvikmyndagerðar og nefndar um eflingu tónlistariðnaðar 1996–1999. Formaður stjórnar orkuleitarátaks 1997–1999. Formaður stjórnar kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suðurlandi 1998–2001, bæjarfulltrúi í Hveragerði 1998–2003, í héraðsnefnd Árnesinga 1998–2003, formaður stjórnar Heilsugæslunnar í Hveragerði 1998–2003. Formaður stjórnar Þróunarsamvinnustofnunar 1999–2003. Fulltrúi á ársfundum Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1999 og 2000. Formaður bæjarráðs Hveragerðis, formaður stjórnar Hitaveitu Hveragerðis og formaður stjórnar Listasafns Árnesinga 2002–2003. Varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og formaður EES-nefndar sambandsins 2002–2003.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2003–2006 (Framsóknarflokkur).

Félagsmálaráðherra 2003–2006.

Æviágripi síðast breytt 20. september 2019.