Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reyknesinga febrúar 1994 (Alþýðuflokkur).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hafnarfirði 26. maí 1959. Foreldrar: Jóhann Gunnar Jónsson (fæddur 15. nóvember 1933, dáinn 6. júlí 1982) sveitarstjóri og kona hans Sigrún Guðný Guðmundsdóttir (fædd 6. ágúst 1938, dáin 30. nóvember 2008) bókavörður. Maki (31. desember 1982): Guðrún Gunnarsdóttir (fædd 27. apríl 1961). Foreldrar: Gunnar Konráð Finnsson og kona hans Svanhvít Tryggvadóttir. Börn: Gunnar (1982), Svanhvít (1992).

Stundaði nám við ML 1975–1977. Fiskiðnaðarmaður 1979 og fiskitæknir 1980 frá Fiskvinnsluskóla Íslands.

Verkstjóri í Hraðfrystihúsi Breiðdælinga, Breiðdalsvík 1980, framleiðslu- og útgerðarstjóri þar 1982. Ráðgjafi hjá Framleiðni hf. 1981. Yfirverkstjóri og útgerðarstjóri hjá Freyju, Suðureyri 1982–1983. Yfirverkstjóri hjá Brynjólfi hf., Njarðvík 1983–1985. Framkvæmdastjóri Íslensks gæðafisks hf. í Njarðvík 1985–1991. Ráðgjafi hjá JG ráðgjöf 1991–1999. Framkvæmdastjóri Sæbýlis hf., Vogum 1999–2003.

Í stjórn Sjúkrahúss og heilsugæslu Suðurnesja og í skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1986–1990. Í hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps 1986–1999 og 2002–2006, oddviti 1990–1998 og 2002–2006. Í stjórn Hitaveitu Suðurnesja 1990–2002 og 2006–2007. Í stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1990–1998 og 2002–2006, formaður stjórnar 1997–1998 0g 2005–2006. Í launanefnd Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 1995–1998 og samninganefnd við varnarliðið 1997–1998. Stjórnarformaður sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja 1997–1998 og 2005–2006. Í stjórn Þormóðs ramma hf. 1998–1990. Í tryggingarráði 1999–2003. Í stjórn Ferðamálasamtaka Suðurnesja 2002–2004. Í stjórn Sæbýlis hf. 2003–2005. Í stjórn Sparisjóðsins í Keflavík 2005–2006.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reyknesinga febrúar 1994 (Alþýðuflokkur).

Fjárlaganefnd 2003–2005, sjávarútvegsnefnd 2003–2007, utanríkismálanefnd 2005–2007.

Æviágripi síðast breytt 15. nóvember 2019.