Magnús Þór Hafsteinsson

Magnús Þór Hafsteinsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Frjálslyndi flokkurinn).

Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2004–2007.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 29. maí 1964. Foreldrar: Hafsteinn Magnússon (fæddur 26. ágúst 1931, dáinn 28. janúar 1987) og kona hans Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir (fædd 28. apríl 1935) hjúkrunarfræðingur. Maki (sambúð): Ragnheiður Runólfsdóttir (fædd 19. nóvember 1966) íþróttalífeðlisfræðingur og sundþjálfari. Foreldrar: Runólfur Óttar Hallfreðsson og kona hans Ragnheiður Gísladóttir. Dætur Magnúsar og fyrri konu hans Elin Hope: María (1990), Ína Katrín (1992). Dætur Magnúsar og Ragnheiðar: Anna Sara (2001) og Sigurjóna (2003). Stjúpsonur Magnúsar, sonur Ragnheiðar: Birgir Viktor (1994).

Búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein frá Bændaskólanum á Hólum 1986. Cand. mag.-próf í fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðsháskóla Sogns og Firðafylkis í Noregi 1991. Cand. scient.-próf í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin 1994.

Starfaði við landbúnað, fiskvinnslu, sjómennsku og fiskeldi 1981–1989. Rannsóknamaður við Veiðimálastofnun og hafrannsóknastofnanir Íslands og Noregs 1989–1997. Rannsóknir og kennsla við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö 1994–1997. Fréttaritari RÚV í Noregi 1997–1999. Blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi (RÚV) 1997–2003.

Formaður menningar- og safnanefndar Akraness og félagsmálaráðs Akraness. Í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2007 (Frjálslyndi flokkurinn).

Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2004–2007.

Sjávarútvegsnefnd 2003–2007, félagsmálanefnd 2005–2007.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003–2005.

Hefur ritað fjölda greina um málefni tengd sjávarútvegi og fleira sem birst hafa í norskum og íslenskum fjölmiðlum. Í ritnefnd um sögu Akraness.

Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2020.