Mörður Árnason

Mörður Árnason

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007 og Reykjavíkurkjördæmis norður 2010–2013 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1995 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins), febrúar 1997 (þingflokkur jafnaðarmanna), nóvember 1999, mars–apríl 2001, janúar–febrúar 2002 og Reykjavíkurkjördæmis suður janúar–febrúar, mars, apríl og október 2008, febrúar–mars og apríl 2009, janúar–febrúar 2014 og júní 2015 (Samfylkingin).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 30. október 1953. Foreldrar: Árni Björnsson (fæddur 16. janúar 1932) fræðimaður og rithöfundur og Vilborg Harðardóttir (fædd 13. september 1935, dáin 15. ágúst 2002) varaþingmaður og blaðamaður. Maki: Linda Vilhjálmsdóttir (fædd 1. júní 1958) sjúkraliði og skáld. Foreldrar: Vilhjálmur Ólafsson og Nonný Unnur Björnsdóttir. Dóttir: Ölrún (1971).

Stúdentspróf MR 1973. BA-próf í íslensku og málvísindum HÍ og frá háskólanum í Ósló 1978. Framhaldsnám í málvísindum, Sorbonne-7, París, 1978–1981.

Starfsmaður Orðabókar Háskólans 1981–1984. Blaðamaður á Þjóðviljanum 1984–1989, ritstjóri 1988–1989. Upplýsingafulltrúi fjármálaráðherra 1989–1991. Ritstjóri við Bókaútgáfu Máls og menningar og Eddu – útgáfu hf. 1991–2003. Starfsmaður Samfylkingarinnar 2007–2008. Sjálfstætt starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður á Reykjavíkurakademíunni 2008–2010.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2007 og Reykjavíkurkjördæmis norður 2010–2013 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1995 (Þjóðvaki - hreyfing fólksins), febrúar 1997 (þingflokkur jafnaðarmanna), nóvember 1999, mars–apríl 2001, janúar–febrúar 2002 og Reykjavíkurkjördæmis suður janúar–febrúar, mars, apríl og október 2008, febrúar–mars og apríl 2009, janúar–febrúar 2014 og júní 2015 (Samfylkingin).

Menntamálanefnd 2003–2007, 2010, umhverfisnefnd 2003–2007, 2010–2011 (formaður 2010–2011), allsherjarnefnd 2010–2011, samgöngunefnd 2010–2011, viðskiptanefnd 2010, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2013, utanríkismálanefnd 2011–2013.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2011–2013.

Æviágripi síðast breytt 10. febrúar 2020.

Áskriftir