Jón Gunnarsson

Jón Gunnarsson
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017. Innanríkisráðherra 2021–2022. Dómsmálaráðherra 2022–2023.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 21. september 1956. Foreldrar: Gunnar Jónsson (fæddur 7. júní 1933, dáinn 31. ágúst 2014) rafvirkjameistari og Erla Dóróthea Magnúsdóttir (fædd 20. maí 1936, dáin 25. ágúst 1988) verslunarkona. Maki: Margrét Halla Ragnarsdóttir (fædd 16. ágúst 1956) verslunarkona. Foreldrar: Ragnar Benediktsson og Arndís Pálsdóttir. Börn: Gunnar Bergmann (1978), Arndís Erla (1982), Arnar Bogi (1992).

Próf frá málmiðnaðardeild Iðnskólans í Reykjavík 1975. Próf í rekstrar- og viðskiptafræðum EHÍ 1996.

Bóndi að Barkarstöðum í Miðfirði 1981–1985. Yfirmaður auglýsinga- og áskriftadeildar Stöðvar 2 1986–1990. Markaðsstjóri Prentsmiðjunnar Odda 1991–1993. Rak ásamt eiginkonu sinni innflutningsfyrirtækið Rún ehf. 1994–2004. Framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005–2007. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 11. janúar til 30. nóvember 2017. Innanríkisráðherra 28. nóvember 2021 til 31. janúar 2022. Dómsmálaráðherra 1. febrúar 2022 til 19. júní 2023.

Í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra 1982–1984. Formaður Flugbjörgunarsveitar Vestur-Húnavatnssýslu 1983–1985. Í stjórn Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík 1987–1991, formaður 1989–1991. Í stjórn Landsbjargar 1991–1999, varaformaður 1997–1999. Í landsstjórn aðgerðamála björgunarsveita 1992–1997. Formaður Sjávarnytja, félags áhugamanna um skynsamlega nýtingu sjávarafurða, síðan 1995. Í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1999–2005, formaður 2000–2005. Í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna 2002–2009. Formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi 2003–2008. Í stjórn Sunnuhlíðarsamtakanna í Kópavogi frá 2008. Ritari Sjálfstæðisflokksins síðan 2019.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2007 (Sjálfstæðisflokkur).

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra 2017. Innanríkisráðherra 2021–2022. Dómsmálaráðherra 2022–2023.

Félagsmálanefnd 2007, félags- og tryggingamálanefnd 2007–2009 og 2009–2010, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 2007–2011, viðskiptanefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2009, iðnaðarnefnd 2010–2011, atvinnuveganefnd 2011–2013 og 2013–2016 (formaður 2013–2016), allsherjar- og menntamálanefnd 2016–2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2021 (formaður 2019), utanríkismálanefnd 2023–.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2009 og 2023–, Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2013–2016 (formaður 2013–2016), Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2017–2021, þingmannanefnd Íslands og ESB 2018–2021.

Æviágripi síðast breytt 19. september 2023.

Áskriftir