Ásbjörn Óttarsson

Ásbjörn Óttarsson

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2009–2013 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 16. nóvember 1962. Foreldrar: Óttar Sveinbjörnsson (fæddur 14. nóvember 1942) verslunarmaður og Guðlaug Íris Tryggvadóttir (f. 14. ágúst 1941) verslunarmaður. Maki: Margrét G. Scheving (fædd 14. nóvember 1962) útgerðarmaður. Foreldrar: Gylfi Guðmundur Scheving og Jóhanna Guðríður Hjelm. Synir: Friðbjörn (1984), Gylfi (1988), Óttar (1996).

Skipstjórnarpróf Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1983.

Sjómaður frá 1978 og útgerðarmaður frá 1983. Stofnaði ásamt öðrum fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækið Nesver 1987 og á og rekur Nesver síðan 2003.

Í bæjarstjórn Snæfellsbæjar frá 1994, forseti bæjarstjórnar frá 1998. Í bæjarráði Snæfellsbæjar 1994–1998. Í Siglingaráði 1999–2007. Í kjörnefnd sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi 2003, formaður kjörnefndar 2007.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2009–2013 (Sjálfstæðisflokkur).

Fjárlaganefnd 2009–2013, samgöngunefnd 2009–2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010.

Æviágripi síðast breytt 23. febrúar 2015.

Áskriftir