Björgvin Jónsson

Björgvin Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Seyðfirðinga 1956–1959 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Austurlands maí–júní 1960 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur að Hofi á Eyrarbakka 15. nóvember 1925, dáinn 23. nóvember 1997. Foreldrar: Jón Björgvin Stefánsson (fæddur 10. febrúar 1889, dáinn 19. apríl 1960) verslunarmaður þar og kona hans Hansína Ásta Jóhannsdóttir (fædd 20. maí 1902, dáin 13. mars 1948) húsmóðir. Maki (9. júní 1946): Ólína Þorleifsdóttir (fædd 17. mars 1927) húsmóðir og verslunarmaður. Foreldrar: Þorleifur Guðjónsson og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir. Börn: Hansína Ásta (1946), Þorleifur (1947), Jón Björgvin (1949), Eyþór (1953), Ingibjörg (1956), Elín Ebba (1961).

Héraðsskólapróf Laugarvatni 1944. Samvinnuskólapróf 1946.

Starfsmaður við Kaupfélag Árnesinga á Selfossi 1947–1952. Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Austfjarða á Seyðisfirði 1952–1963. Hefur síðan starfað við útgerðarrekstur og fiskverkun sunnanlands. Stofnandi og framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Glettings hf. 1957–1990 og útgerðarfyrirtækisins Húnarastar hf. í Þorlákshöfn frá 1973.

Í bæjarstjórn Seyðisfjarðar og bæjarráði 1954–1961. Vararæðismaður Noregs á Austurlandi 1958–1963. Í stjórn fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja á Seyðisfirði. Fulltrúi á Fiskiþingi fyrir Reykjavík 1970–1991. Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1973–1976 og í bankaráði Útvegsbanka Íslands hf. 1987–1989. Í stjórn SÍF 1974–1992. Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1986–1988. Einn af stofnendum og stjórnarformaður Fiskimjölsverksmiðjunnar Óslands hf. á Höfn í Hornafirði frá 1993.

Alþingismaður Seyðfirðinga 1956–1959 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Austurlands maí–júní 1960 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 21. maí 2015.