Björn Sigfússon

Björn Sigfússon

Þingseta

Alþingismaður Húnvetninga 1892–1900 og 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágrip

Fæddur á Tjörn á Vatnsnesi 22. júní 1849, dáinn 11. október 1932. Foreldrar: Sigfús Jónsson (fæddur 12. október 1813, dáinn 9. mars 1876) prestur þar og kona hans Sigríður Oddný Björnsdóttir Blöndal (fædd 15. október 1824, dáin 23. janúar 1889) húsmóðir, dóttir Björns Blöndals alþingismanns. Bróðir Magnúsar Th. S. Blöndahls alþingismanns. Maki (8. október 1883): Ingunn Jónsdóttir (fædd 30. júlí 1855, dáin 7. ágúst 1947) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir. Systir Jóns Jónssonar alþingismanns á Stafafelli. Börn: Guðrún Anna (1884), Runólfur (1887), Sigurlaug (1888), Jón Sigfús (1892), Sigríður (1897).

Nam smíðar.

Dvaldist í Skotlandi, Noregi og Danmörku 1873–1874 og lagði stund á smíðar. Vann að trésmíðum og verslunarstörfum 1874–1881. Fyrirvinna hjá móður sinni í Grímstungu 1881–1882. Bóndi á Hofi í Vatnsdal 1882–1886, í Grímstungu 1886–1899 og á Kornsá 1899–1925, átti þar heima til æviloka.

Hreppstjóri Áshrepps frá 1900. Umboðsmaður Þingeyraklausturs frá 1910. Gegndi um skeið sýslumannsstörfum í Húnavatnssýslu.

Alþingismaður Húnvetninga 1892–1900 og 1908–1911 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágripi síðast breytt 9. apríl 2015.

Áskriftir