09.04.1984
Efri deild: 78. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4549 í B-deild Alþingistíðinda. (3909)
284. mál, söluskattur
Stefán Benediktsson:
Virðulegi forseti. Aðeins örstutt. Ég vil lýsa yfir stuðningi mínum við þetta fram komna frv. um undanþágur frá söluskatti og jafnframt lýsa yfir stuðningi mínum við þá grundvallarhugsun að allar verksmiðjuframleiddar byggingar njóti sömu kjara og hús sem framleidd eru á byggingarstað. Ég vona bara að hv. flm. þessarar till. sjái ástæðu til þess einhvern tíma á næstunni — þó ekki verði á þessu þingi — að koma fram með slíka till. og kanna hvort ekki megi ná stuðningi við hana.