21.10.1986
Sameinað þing: 5. fundur, 109. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (141)

35. mál, kjarnorkuverið í Dounreay í Skotlandi

Guðmundur J. Guðmundsson:

Herra forseti. Athugasemdin skal vera stutt. Í haust eða sumar ræddi ég við formann Sjómannafélags Færeyja. Þá var hann að skýra mér frá því að sjómenn í Færeyjum hefðu mótmælt þessari stöð, fiskveiðisjómenn í Bretlandi og Danmörku hefðu mótmælt henni líka og þeir hefðu í hyggju að boða til stærri fundar og víðtækari til að mótmæla þessari stöð. Ég hef ekki tíma til að lýsa þeim orðum sem hann viðhafði, hvaða hættu þetta byði heim varðandi fiskistofnana, en þau eru miklu sterkari en hjá virðulegum þm. Sigríði Dúnu.