131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[15:39]

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef nú ekki svör á reiðum höndum við þeim spurningum sem hv. þm. hefur beint til mín. Hins vegar get ég greint frá því að einstaklingur með helmingi hærri laun, með 300 þús. kr. á mánuði, skattgreiðslur hans á mánuði munu lækka um sem nemur 2.900 kr. til samanburðar við 1.500 krónurnar. Og það er auðvitað alveg í samræmi við það sem legið hefur fyrir í þessari umræðu að þeir sem hærri greiða skattana fá í krónum meiri skattalækkun með því fyrirkomulagi að lækka hina almennu skattprósentu.