131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[16:35]

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir þessar óskir hv. þm. Guðmundar Árna Stefánssonar. Mér finnst þetta eðlileg krafa og í samræmi við samkomulag sem gert var hér á sínum tíma. Við erum að nálgast lok 1. umr. um fjárlögin. Það var sett fram krafa af hv. þingmanni um viðveru tiltekinna ráðherra hér við umræðuna. Mér finnst ástæða til að við gerum hlé á fundinum þó ekki væri nema í fáeinar mínútur til þess að ráða okkar ráðum og kanna hvort þessir tilteknu ráðherrar séu á leið til þingsins.