131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[16:41]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir þær athugasemdir sem hér hafa komið fram. Ég flutti hér ræðu og hef ekki sett mig á mælendaskrá aftur. Ég hafði vonast til þess að hæstv. samgönguráðherra kæmi í hús og léti í ljós skoðanir sínar á því sem ég gerði að stórum hluta að umræðuefni í ræðu minni, þ.e. niðurskurð í framkvæmdum sem sérstaklega sneri að vegamálum. Ég hef mikinn hug á því að heyra útskýringar hans og áherslur í þeim málaflokki áður en ég held seinni ræðu mína og ég tek algjörlega undir það að samkomulagið sem gert var við þingflokksformenn eigi að standa.

Það getur ekki verið að ráðherrarnir hafi ekki vitað af þessari umræða sem við þingmenn vissum um í síðustu viku að færi hér fram á þessum degi í þessari viku. Ég tek því undir þau tilmæli til hæstv. forseta að hann sjái til þess að ráðherrar séu hér viðstaddir umræðuna og taki vonandi þátt í henni.