131. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2004.

Fjárlög 2005.

1. mál
[19:44]

fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Ég tek undir það með hv. þingmanni að gott væri að fá samræmi í hlutina.

Hv. þm. hefur ekki skýringuna á því hvernig þetta er tilkomið í okkar hefti. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki lesið Sveitarstjórnarmál. Hins vegar er þessar tölur að finna í töflu 13 þar sem fram kemur samkvæmt bráðabirgðatölum að það sé tekjuafgangur upp á tæplega 200 millj. yfir sveitarfélögin í heild á árinu 2003. Hvort sveitarfélögin hafa síðan sjálf nýrri tölur veit ég ekki. Það getur vel verið. Það kemur vonandi í ljós í athugun nefndarinnar á þessu atriði.

Auðvitað er það þannig líka, eins og ég gat um áðan, að afkoma sveitarfélaganna er mjög misjöfn. Sum komast bærilega af, önnur ekki. Þau eiga hins vegar samtals ónotaða tekjustofna upp á ríflega milljarð eins og bent var á í umræðunum í dag og virðist það benda til þess að einhver þeirra telji sig ekki þurfa á þeim peningum að halda.

Að öðru leyti þakka ég þessa ágætu umræðu.