131. löggjafarþing — 7. fundur,  12. okt. 2004.

Virðisaukaskattur.

6. mál
[17:00]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að byrja á að þakka hv. þm. fyrir mikla sagnfræði sem var kannski ekki alveg hlutlaus. Ég tók eftir því að hv. þm. kvartaði sáran yfir því að það væri ekki samfella í skattastefnu Samfylkingarinnar. Þess vegna langar mig að spyrja hv. þm. út í nokkuð.

Síðan ég hóf störf á þingi hef ég séð ákveðna samfellu í skattastefnu Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur verið sú að hækka álögur á almenning í gegnum bensín- og olíugjöld á síðasta ári um milljarða. Þeim peningum er síðan nær eingöngu skammtað til þeirra sem hafa hærri launin. Er það rétt tekið eftir hjá mér?