131. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2004.

Aðgerðir gegn félagslegum undirboðum.

94. mál
[13:56]

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Þetta var ágætisræða hjá hæstv. félagsmálaráðherra um hvaða lög giltu í landinu. En mér fundust svörin heldur rýr í roðinu. Svo finnst mér líka vera fullseint gripið í taumana hvað varðar það að skoða starfsmannaleigur, að vera fyrst núna í haust að fara að skoða það mál. Aðbúnaður starfsmanna austur á Kárahnjúkum hefur verið í fréttum allt síðasta ár og nú í haust er hæstv. félagsmálaráðherra fyrst að fara að skoða þetta. Mér finnst það ansi seint í rassinn gripið.